
Ferill almyrkvans mun liggja í gegnum Færeyjar og Svalbarða og á Norðurpólinn, þvert í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98 prósent sólarinnar en á Austurlandi yfir 99 prósent. Sólmyrkvinn er sá allra mesti sem sést hefur á Íslandi í 61 ár.