Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. mars 2015 20:13 EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira