Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 12:25 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01