Tiger verður ekki með á Arnold Palmer Invitational Kári Örn Hinriksson skrifar 17. mars 2015 18:00 Tiger Woods segist enn vera að vinna í leik sínum. Getty Tiger Woods verður ekki með á Arnold Palmer Invitational sem hefst á fimmtudaginn en hann tilkynnti þetta í nýrri bloggfærslu á heimasíðu sinni. Hann hefur ekki leikið keppnisgolf síðan snemma í febrúar þegar að hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna meiðsla en hann hafði þá leikið afar illa. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann myndi taka sér stutt frí frá golfi til þess að vinna í leiknum sínum. Þetta frí virðist samt verða aðeins lengra en flestir bjuggust við því Woods hefur oftar en ekki notað Arnold Palmer Invitational í undirbúningi sínum fyrir Masters mótið sem fram fer snemma í apríl. Woods hefur sigrað átta sinnum á mótinu og halað inn yfir sjö milljónum dollara í því en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks um næstu helgi. Þrátt fyrir að Woods verði ekki munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en þar má helst nefna Rory McIlroy sem freistar þess að sigra á sínu öðru atvinnumannamóti á árinu. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður ekki með á Arnold Palmer Invitational sem hefst á fimmtudaginn en hann tilkynnti þetta í nýrri bloggfærslu á heimasíðu sinni. Hann hefur ekki leikið keppnisgolf síðan snemma í febrúar þegar að hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna meiðsla en hann hafði þá leikið afar illa. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann myndi taka sér stutt frí frá golfi til þess að vinna í leiknum sínum. Þetta frí virðist samt verða aðeins lengra en flestir bjuggust við því Woods hefur oftar en ekki notað Arnold Palmer Invitational í undirbúningi sínum fyrir Masters mótið sem fram fer snemma í apríl. Woods hefur sigrað átta sinnum á mótinu og halað inn yfir sjö milljónum dollara í því en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks um næstu helgi. Þrátt fyrir að Woods verði ekki munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en þar má helst nefna Rory McIlroy sem freistar þess að sigra á sínu öðru atvinnumannamóti á árinu.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira