BMW rafmagnsvæðir X5 jeppann Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 16:28 BMW X5 xDrive40e. BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent
BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent