Fæðingarsögur sigga dögg skrifar 16. mars 2015 16:00 Vísir/Getty Fæðingu getur verið erfitt að plana þó vissulega sé hægt að leggja upp í ferðalagið með ákveðnar hugmyndir þá geta komið upp ýmsar hindranir á leiðinni og ferðin orðið önnur þó áfangastaðurinn verði alltaf sá sami.Fæðingarsögur geta verið mikilvægur hluti af undirbúningi verðandi mæðra fyrir fæðinguna og getur bæði verið gaman og gagnlegt að gera sér grein fyrir því að allt geti breyst á svipstundu. Víða á netinu má finna fæðingarsögur. Hér eru nokkrar fæðingarsögur sem getur verið gaman að fara í gegnum.Fæðing sem byrjaði heima en endaði uppi á spítala:Um kl. 23 kom sjúkrabíllinn. Þegar ég var kominn inn í bílinn spurði sjúkraflutningamaðurinn blákalt: “Kennitala?” 19… 06…. 82 stundu ég meðan ég andaði eins og ég ætti lífið að leysa. Á leiðinni upp eftir passaði ég mig að vera ekki með nein læti eða drama svo sjúkraflutningamennirnir færu nú ekki að banna konunum sínum að eiga heima!!! Ég lokaði bara augunum, andaði og kreisti aumingja Einsa sem var orðinn bæði þreyttur og stressaður. Þegar upp á fæðingardeild var komið var ég farin að skjálfa og kasta upp. Ég fékk epidural-deifingu og þó að ég hafi aldrei verið mikill aðdáandi slíkrar deifingar, verð ég að segja að það var ótrúlega gott. Áslaug kvaddi okkur en ég var svo heppin að Harpa ljósmóðurnemi ákvað að fylgja okkur áfram. Hún sprengdi belginn og þá kom í ljós að kollurinn á prinsessunni okkar var skakkur (í hliðarbeinsstöðu). Það var þá ástæðan fyrir brúninni á leghálsinum. Fyrst ég var komin með deifingu gat Harpa haldið við þessa brún í hríð svo höfuð barnisins kæmist fram hjá henni. Ég fékk hríðarörvandi dreypi og nú biðum við eftir að útvíkkunin kláraðist. Loks var kominn tími til að rembast. Ég fann smá þrýsting þegar hríðarnar komu og vissi því hvenær ég ætti að rembast en ég fann enga rembingstilfinningu. Mér fannst rembingurinn ganga vel. Einsi stóð á móti Hörpu og hvatti mig áfram svo það má segja að hann hafi nánast tekið á móti barninu. Kl. 03:03 kom yndislega falleg og hraust lítil dama í heiminn. Hún grét hátt og það var svo æðislegt að heyra hana gráta. Það var líka besta tilfinningin í öllum heiminum að fá hana í fangið, heita og blauta. Einsi klippti naflastrenginn og svo dáðumst við að henni saman. Deifingin olli því hins vegar að ég rifnaði 3°spangarrifu og ég þurfti að fara upp á skurðstofu til að láta sauma mig. Það var gott að vita af litlu stelpunni minni hjá Einsa en þau feðginin fengu gæðastund saman og fengu tíma til að kynnast meðan verið var að lagfæra mömmuna aðeins.Vísir/GettyBjörkin eru sjálfstætt starfandi ljósmæður og hér er ein saga af síðunni þeirra þar sem klippa þurfti í spöngina:Ég fékk nokkrar nálar í bakið og eina á milli augnanna sem hjálpaði mér enn betur að slaka á en best var þó að komast í vatnið. Í lauginni fannst mér gott að standa á hækjum mér og hanga á manninum mínum sem sat í sófa við laugina. Útvíkkunin kláraðist fljótt en belgirnir voru enn heilir og því seig daman ekki niður í fæðingarveginn fyrr en klukkan fjögur, þá fór vatnið og í því helltist rembingsþörfin fyrir mig af miklum krafti.Í rembinginum vildi ég rembast lítið til að byrja með svo vefirnir fengju að víkka hægt og rólega út, með fyrri fæðingarreynslu ofarlega í huga af því að bæði rifna og vera klippt. Hjartslátturinn hjá dömunni okkar var allan tímann mjög fínn, en eftir tæpa klukkustund voru hríðarnar hættar að hjálpa mér eins mikið, ég fékk alltaf bara tvær kröftugar, missti stundum aðeins af þeirri fyrstu, rembdist af krafti með annarri og svo var sú þriðja svo veikluleg að rembingurinn missti svolítið marks. Þá sagði Áslaug: “Jenný, ég veit þú vilt ekki heyra þetta en þú ættir að prófa að leggjast aftur”. Ég harðneitaði með fæðingu sonarins ofarlega í huga. Hún útskýrði þá fyrir mér að spöngin á mér væri mjög stíf og væntanlega þyrfti hún að klippa aðeins í hana til að ég kæmi henni út. Svo bætti hún við að hún gæti ekki deyft mig því ég væri í vatninu og á þessu augnabliki hljómaði mission-ið dálítið vonlaust. Hún sagðist þá ætla að klippa bara smá svo ég fyndi þetta og það var ekki vitund vond, svo ég var alveg; “þetta er ekkert vont, klipptu bara meira” Mjög flott team work - hún klippti bara smá meira (1,5cm) og í næstu hríð kom hún heil út, klukkan 4:58 þann 15. febrúar. Við náðum henni aðeins hálfri upp úr vatninu því naflastrengurinn var bara 20cm! Áslaug klippti því strax á strenginn og ég fékk dömuna í fangið. Stóri bróðir var svo vakinn og þeir feðgar fengu að skoða dömuna á meðan fylgjan kom.Þetta var yndisleg reynsla og þó það hafi tekið á að rembast í um klukkustund þá efaðist ég aldrei um að mér tækist að klára þetta, enda með reynda ljósmóður mér við hlið.Vísir/GettyHér saga af heimafæðingu sem byrjaði í laug en endaði í rúmi:Um ellefuleytið ákvað Styrmir að fylla pottinn. Mér þótti fínt að vera ein í smá stund. Ég lokaði mig af inni í svefnherbergi og slökkti ljósin. Svo gekk ég um í hríðunum og sönglaði mig í gegnum þær. Þegar ég þreyttist lagðist ég á grúfu í rúminu ofan haug sem ég hafði útbúið úr púðum og sænginni minni. Potturinn var svo tilbúinn rétt fyrir miðnætti. Hríðarnar voru orðnar harðar og það var mikill léttir að komast í pottinn. Þá slaknaði á hríðunum í stutta stund, sem var mjög velkomin hvíld, en þær hörðnuðu fljótt aftur og efldust enn. Á þeim tímapunkti hringdi Styrmir í Hrafnhildi og bað hana um að koma aftur yfir. Hún kom um klukkan hálf eitt og Arney nokkru síðar.Það voru aðeins tveir tímar eftir af fæðingunni, en ég vissi það ekki þá. Ég var alveg sannfærð um að ég yrði að framundir morgunn og stóð ekki á sama þar sem hríðarnar voru orðnar harðar og erfiðar. Ég náði þó að anda mig vel í gegnum þær og hvíldist í pottinum á milli. En ljósurnar mínar vissu betur og sagði Styrmir mér eftir á að þegar Arney kom inn um dyrnar, í miðri hríð, hafði settist hún rólega í sófann og brosti breitt til Hrafnhildar. Þær vissu að það var ekki langt eftir.Það kom mér á óvart hversu skýra hugsun ég hafði allan tímann. Ég hafði ímyndað mér sjálfa mig í einhverju móki - veit ekki hver vegna - en það var frekar eins og ég ynni á tveimur stöðvum. Löngu eftir að ég hvarf inn í mig og hætti að tjá mig við alla viðstadda var hugsunin mjög skýr og ég lét hugann reika á meðan á þessu stóð. Á hinni stöðinni voru frumkraftarnir sem stýrðu í fæðingunni - takturinn, hríðarnar og öndunin, því stýrði ég ekki sjálf.Korter yfir eitt fann ég fyrst fyrir rembingsþörfinni. Þegar ég hugsa um rembinginn núna get ég ekki skilið hvernig hægt er að stýra þeirri þörf. Hljóðin sem fylgdu hafði ég aldrei heyrt. Ég var með sáran háls í nokkra daga á eftir! Ég heyrði út undan mér þegar Arney spurði Styrmi um handklæði fyrir barnið. Þá áttaði ég mig á því að þessu myndi senn ljúka og efldist öll við tilhugsunina. Eftir nokkra rembinga, um hálf tvö leytið, bað Hrafnhildur mig um að koma upp úr pottinum. Þá hafði hægt á hjartslætti barnsins í hríð og eftir hana. Það var víst inni í myndinni að flytja mig á spítala hefði ástandið varað lengur, en það vissi ég ekki þá. Til allra lukku dugði flutningurinn yfir í rúmið. Útvíkkunin kláraðist á meðan ég staulaðist yfir og hjartsláttur barnsins styrktist.Flutningurinn yfir í rúmið bar svo brátt að, að ekki gafst tími til að setja plast yfir það. Ég man eftir að hafa hugsaði um það í hálfa sekúndu en staðið fyllilega á sama. Rembingurinn tók klukkutíma eftir að í rúmið var komið. Fyrst á hliðinni í faðmlögum við Styrmi og síðan á fjórum fótum með sængurnar okkar sem stuðning. Barnið fæddist svo rétt rúmlega hálf þrjú og rak upp skaðræðisöskur um leið. Mér dauðbrá. Ég átti ekki von á þessum látum. Það var samt gott að heyra í barninu. Ég snéri baki í þau öll en Hrafnhildur rétti mér barnið og ég settist niður til að virða það fyrir mér. Barnið mitt. Það var pakkað inn í handklæði og mændi á mig tveimur risastórum, möndlulaga augum. Í öllum æsingnum steingleymdum við að athuga kynið. Það skipti heldur engu máli. Það kom svo fljótlega í ljós að þetta var drengur, sem var enn eitt óvænt atvik. Það höfðu allir í kringum okkur verið sannfærðir um að ég gengi með stelpu, svo sannfærðir að ég var farin að trúa því sjálf. En þarna var hann, Bragi litli, svo smágerður, sléttur og fínn.Vísir/GettyHér saga föðurs af fæðingu frumburðar síns: Í mæðraskoðun og á námskeiði fyrir verðandi foreldra mæti ég opinn og fróðleiksfús, skima samviskusamlega yfir þau blöð sem okkur eru afhent en les engar bækur um meðgöngu og fæðingar því ég tel mig ekki hafa tíma og lít reyndar svo á að feður hafi litla þörf á því. Eitthvað er að loftinu á námskeiðunum því þar sækir að mér ofboðsleg syfja og ég geispa þar út í eitt og er ítrekað alveg að dotta.Eftir að hafa farið tvær vikur fram yfir er konan mín gangsett á Landsspítalanum að kvöldi til. Ég er sendur heim að sofa því ekkert á að gerast næstu tímana. Ég bý rétt hjá svo ég yrði fljótur á milli. Ég get ekkert farið að sofa, það er bar hinum megin við götuna sem gæti róað taugarnar en ég ákveð að fara ekki þangað og fer í tölvuleik. Kannski kjánalegt en virkaði samt bara ágætlega, fæ SMS frá konunni minni um miðja nóttina um að drífa mig á spítalann, sem ég geri. Þar er hún ein á fæðingarstofu og engist um og vonar að stutt sé eftir hjá sér.Við taka nokkrir klukkutímar þar sem ég stend við hlið hennar þar sem hún lýsir því af angist hversu mikið hún sé að farast og öskrar og klípur hendina á mér fast annað slagið. Glaðloftið á spítalanum er verkjameðferðin sem hún notar, hún biður um mænudeyfingu á tímapunkti en þá er það orðið of seint.Það eina sem ég geri er að vera jákvæður og rólegur og hvetjandi fyrir hana, bæði á meðan og eftirá er ég mjög ánægður með mig. Allt gengur rosa vel, svona skilst okkur að þetta eigi að ganga, konan er búin að gleyma nánast allri vanlíðan sem fylgdi bæði meðgöngu og fæðingu um leið og hún fær dóttur okkar í fangið. Við erum svo í Hreiðrinu á Landsspítalanum næstu nótt og líkar mjög vel, erum bara þarna þrjú í rólegheitunum, litla fjölskyldan.Vísir/GettyÞað er ekki sama hvar í heiminum börn fæðast. Hér er fæðingarsaga Carlin Ross sem býr í New York. Hún ætlaði að fæða barnið sitt án alls inngrips en allt kom fyrir ekki og eftir að hafa reynt að fæða í heilan sólahring þá féllst hún á keisaraskurð. Barnið kom í heiminn og fór beint á brjóst. Nýbakaðri mömmu langaði að dekra aðeins við sig nokkrum dögum eftir fæðinguna og pantaði því til sín snyrtingu á fótum og höndum, beint upp á sjúkrahús. Það yrði eflaust eitthvað sagt ef þetta væri reynt í Reykjavík.Vísir/GettyHér er svo ein alíslensk draumafæðing:Þegar við komum á Hreiðrið tók ljósmóðir á móti mér sem að ætlaði að skoða mig. Ég nennti ekkert að láta skoða mig og horfði með hrylling á bekk sem að konur eru skoðaðar á og spurði “þarf ég að fara upp á þennan bekk”. Ég vildi bara komast í bað og það strax og halda áfram að vera í mínum eigin heimi. Þarna var orðið styttra en 5 mínútur á milli hríða og þær orðnar frekar sársaukafullar. Ljósmóðirin sá hvert stefndi og sagði mér að koma bara inn í fæðingarherbergið og ætlaði að láta renna í baðið fyrir mig. Þannig að sem betur fer slapp ég við að klifra upp á þennan skoðunarbekk.Mér fannst alveg dásamlegt að hafa dagsbirtu í herberginu. Einhvern vegin var ég búin að sjá fyrir mér að það yrði myrkur úti og herbergið lýst upp með rafmagnsljósum. Ég lagðist í rúmið í herberginu þar sem að ljósan skoðaði mig. Ég var komin með 3 í útvíkkun. Hún sagði mér að bíða aðeins með að fara í baðið af því að hríðarnar ættu það til að detta niður þegar í baðið væri komið. Enn styttist á milli hríða og verkirnir urðu mun verri. Ég grátbað um að komast í baðið. Hún athugaði útvíkkun aftur sem var orðin 5. Þannig að á 10 mín hafði útvíkkunin farið úr 3 upp í 5. Ljósan sagði að þetta væri að gerast alveg svakalega hratt og hleypti mér loks ofan í baðið.Það var dásamlegt að komast í baðið og verkirnir urðu miklu mýkri – allt annað líf. Ég andaði djúpt ogkirjaði þegar hríðarnar komu. Ljósan spurði mig hvort ég hefði íhugað það að fæða í vatni. Ég sagði henni að draumafæðingin mín væri einmitt að fæða í vatni. Nú urðu verkirnir enn verri og það styttist á milli. Ætli ég hafi ekki verið í svona u.þ.b. 20 mín eða í mesta lagi hálftíma í baðinu áður en kollurinn fór að sýna sig. Í síðustu hríðunum kom rembingsþörfin og voru þær alveg svakalega sársaukafullar og ég öskraði eins og stunginn grís af öllum kröftum. Ljósan sagði mér að rembast bara létt með til þess að passa spöngina. Litli snáði kom svo í þremur hríðum rétt rúmlega hálf tvö. Það hafði liðið klukkustund og korter síðan að ég gekk inná spítalann. Elsku drengurinn kom í heiminn í vatni og dagsbirtu og ég hafði enga deyfingu þegið. Þetta var alveg eins og ég hafði séð fyrir mér draumafæðinguna. Mikið var ég ánægð. Það þarf helling hugrekki til að takast á við þetta.Við fengum að tjilla inná Hreiðrinu öll saman – kallinn setti Jet Black Joe aftur á – stemmningin var létt og skemmtileg. Litli kútur var algjör draumur í dós. Hann var viktaður og mældur og reyndist vera 13 merkur og 51 cm – bara flott stærð miðað við frekar stutta meðgöngu. Ég fór í sturtu og svo vorum við færð um herbergi. Um kvöldið vorum við útskrifuð og vorum komin heim um níuleitið.Það var mjög súrealískt að fara uppá spítala um hádegi og koma heim um kvöldið sama dag með glænýjann lítinn einstakling. Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fæðingu getur verið erfitt að plana þó vissulega sé hægt að leggja upp í ferðalagið með ákveðnar hugmyndir þá geta komið upp ýmsar hindranir á leiðinni og ferðin orðið önnur þó áfangastaðurinn verði alltaf sá sami.Fæðingarsögur geta verið mikilvægur hluti af undirbúningi verðandi mæðra fyrir fæðinguna og getur bæði verið gaman og gagnlegt að gera sér grein fyrir því að allt geti breyst á svipstundu. Víða á netinu má finna fæðingarsögur. Hér eru nokkrar fæðingarsögur sem getur verið gaman að fara í gegnum.Fæðing sem byrjaði heima en endaði uppi á spítala:Um kl. 23 kom sjúkrabíllinn. Þegar ég var kominn inn í bílinn spurði sjúkraflutningamaðurinn blákalt: “Kennitala?” 19… 06…. 82 stundu ég meðan ég andaði eins og ég ætti lífið að leysa. Á leiðinni upp eftir passaði ég mig að vera ekki með nein læti eða drama svo sjúkraflutningamennirnir færu nú ekki að banna konunum sínum að eiga heima!!! Ég lokaði bara augunum, andaði og kreisti aumingja Einsa sem var orðinn bæði þreyttur og stressaður. Þegar upp á fæðingardeild var komið var ég farin að skjálfa og kasta upp. Ég fékk epidural-deifingu og þó að ég hafi aldrei verið mikill aðdáandi slíkrar deifingar, verð ég að segja að það var ótrúlega gott. Áslaug kvaddi okkur en ég var svo heppin að Harpa ljósmóðurnemi ákvað að fylgja okkur áfram. Hún sprengdi belginn og þá kom í ljós að kollurinn á prinsessunni okkar var skakkur (í hliðarbeinsstöðu). Það var þá ástæðan fyrir brúninni á leghálsinum. Fyrst ég var komin með deifingu gat Harpa haldið við þessa brún í hríð svo höfuð barnisins kæmist fram hjá henni. Ég fékk hríðarörvandi dreypi og nú biðum við eftir að útvíkkunin kláraðist. Loks var kominn tími til að rembast. Ég fann smá þrýsting þegar hríðarnar komu og vissi því hvenær ég ætti að rembast en ég fann enga rembingstilfinningu. Mér fannst rembingurinn ganga vel. Einsi stóð á móti Hörpu og hvatti mig áfram svo það má segja að hann hafi nánast tekið á móti barninu. Kl. 03:03 kom yndislega falleg og hraust lítil dama í heiminn. Hún grét hátt og það var svo æðislegt að heyra hana gráta. Það var líka besta tilfinningin í öllum heiminum að fá hana í fangið, heita og blauta. Einsi klippti naflastrenginn og svo dáðumst við að henni saman. Deifingin olli því hins vegar að ég rifnaði 3°spangarrifu og ég þurfti að fara upp á skurðstofu til að láta sauma mig. Það var gott að vita af litlu stelpunni minni hjá Einsa en þau feðginin fengu gæðastund saman og fengu tíma til að kynnast meðan verið var að lagfæra mömmuna aðeins.Vísir/GettyBjörkin eru sjálfstætt starfandi ljósmæður og hér er ein saga af síðunni þeirra þar sem klippa þurfti í spöngina:Ég fékk nokkrar nálar í bakið og eina á milli augnanna sem hjálpaði mér enn betur að slaka á en best var þó að komast í vatnið. Í lauginni fannst mér gott að standa á hækjum mér og hanga á manninum mínum sem sat í sófa við laugina. Útvíkkunin kláraðist fljótt en belgirnir voru enn heilir og því seig daman ekki niður í fæðingarveginn fyrr en klukkan fjögur, þá fór vatnið og í því helltist rembingsþörfin fyrir mig af miklum krafti.Í rembinginum vildi ég rembast lítið til að byrja með svo vefirnir fengju að víkka hægt og rólega út, með fyrri fæðingarreynslu ofarlega í huga af því að bæði rifna og vera klippt. Hjartslátturinn hjá dömunni okkar var allan tímann mjög fínn, en eftir tæpa klukkustund voru hríðarnar hættar að hjálpa mér eins mikið, ég fékk alltaf bara tvær kröftugar, missti stundum aðeins af þeirri fyrstu, rembdist af krafti með annarri og svo var sú þriðja svo veikluleg að rembingurinn missti svolítið marks. Þá sagði Áslaug: “Jenný, ég veit þú vilt ekki heyra þetta en þú ættir að prófa að leggjast aftur”. Ég harðneitaði með fæðingu sonarins ofarlega í huga. Hún útskýrði þá fyrir mér að spöngin á mér væri mjög stíf og væntanlega þyrfti hún að klippa aðeins í hana til að ég kæmi henni út. Svo bætti hún við að hún gæti ekki deyft mig því ég væri í vatninu og á þessu augnabliki hljómaði mission-ið dálítið vonlaust. Hún sagðist þá ætla að klippa bara smá svo ég fyndi þetta og það var ekki vitund vond, svo ég var alveg; “þetta er ekkert vont, klipptu bara meira” Mjög flott team work - hún klippti bara smá meira (1,5cm) og í næstu hríð kom hún heil út, klukkan 4:58 þann 15. febrúar. Við náðum henni aðeins hálfri upp úr vatninu því naflastrengurinn var bara 20cm! Áslaug klippti því strax á strenginn og ég fékk dömuna í fangið. Stóri bróðir var svo vakinn og þeir feðgar fengu að skoða dömuna á meðan fylgjan kom.Þetta var yndisleg reynsla og þó það hafi tekið á að rembast í um klukkustund þá efaðist ég aldrei um að mér tækist að klára þetta, enda með reynda ljósmóður mér við hlið.Vísir/GettyHér saga af heimafæðingu sem byrjaði í laug en endaði í rúmi:Um ellefuleytið ákvað Styrmir að fylla pottinn. Mér þótti fínt að vera ein í smá stund. Ég lokaði mig af inni í svefnherbergi og slökkti ljósin. Svo gekk ég um í hríðunum og sönglaði mig í gegnum þær. Þegar ég þreyttist lagðist ég á grúfu í rúminu ofan haug sem ég hafði útbúið úr púðum og sænginni minni. Potturinn var svo tilbúinn rétt fyrir miðnætti. Hríðarnar voru orðnar harðar og það var mikill léttir að komast í pottinn. Þá slaknaði á hríðunum í stutta stund, sem var mjög velkomin hvíld, en þær hörðnuðu fljótt aftur og efldust enn. Á þeim tímapunkti hringdi Styrmir í Hrafnhildi og bað hana um að koma aftur yfir. Hún kom um klukkan hálf eitt og Arney nokkru síðar.Það voru aðeins tveir tímar eftir af fæðingunni, en ég vissi það ekki þá. Ég var alveg sannfærð um að ég yrði að framundir morgunn og stóð ekki á sama þar sem hríðarnar voru orðnar harðar og erfiðar. Ég náði þó að anda mig vel í gegnum þær og hvíldist í pottinum á milli. En ljósurnar mínar vissu betur og sagði Styrmir mér eftir á að þegar Arney kom inn um dyrnar, í miðri hríð, hafði settist hún rólega í sófann og brosti breitt til Hrafnhildar. Þær vissu að það var ekki langt eftir.Það kom mér á óvart hversu skýra hugsun ég hafði allan tímann. Ég hafði ímyndað mér sjálfa mig í einhverju móki - veit ekki hver vegna - en það var frekar eins og ég ynni á tveimur stöðvum. Löngu eftir að ég hvarf inn í mig og hætti að tjá mig við alla viðstadda var hugsunin mjög skýr og ég lét hugann reika á meðan á þessu stóð. Á hinni stöðinni voru frumkraftarnir sem stýrðu í fæðingunni - takturinn, hríðarnar og öndunin, því stýrði ég ekki sjálf.Korter yfir eitt fann ég fyrst fyrir rembingsþörfinni. Þegar ég hugsa um rembinginn núna get ég ekki skilið hvernig hægt er að stýra þeirri þörf. Hljóðin sem fylgdu hafði ég aldrei heyrt. Ég var með sáran háls í nokkra daga á eftir! Ég heyrði út undan mér þegar Arney spurði Styrmi um handklæði fyrir barnið. Þá áttaði ég mig á því að þessu myndi senn ljúka og efldist öll við tilhugsunina. Eftir nokkra rembinga, um hálf tvö leytið, bað Hrafnhildur mig um að koma upp úr pottinum. Þá hafði hægt á hjartslætti barnsins í hríð og eftir hana. Það var víst inni í myndinni að flytja mig á spítala hefði ástandið varað lengur, en það vissi ég ekki þá. Til allra lukku dugði flutningurinn yfir í rúmið. Útvíkkunin kláraðist á meðan ég staulaðist yfir og hjartsláttur barnsins styrktist.Flutningurinn yfir í rúmið bar svo brátt að, að ekki gafst tími til að setja plast yfir það. Ég man eftir að hafa hugsaði um það í hálfa sekúndu en staðið fyllilega á sama. Rembingurinn tók klukkutíma eftir að í rúmið var komið. Fyrst á hliðinni í faðmlögum við Styrmi og síðan á fjórum fótum með sængurnar okkar sem stuðning. Barnið fæddist svo rétt rúmlega hálf þrjú og rak upp skaðræðisöskur um leið. Mér dauðbrá. Ég átti ekki von á þessum látum. Það var samt gott að heyra í barninu. Ég snéri baki í þau öll en Hrafnhildur rétti mér barnið og ég settist niður til að virða það fyrir mér. Barnið mitt. Það var pakkað inn í handklæði og mændi á mig tveimur risastórum, möndlulaga augum. Í öllum æsingnum steingleymdum við að athuga kynið. Það skipti heldur engu máli. Það kom svo fljótlega í ljós að þetta var drengur, sem var enn eitt óvænt atvik. Það höfðu allir í kringum okkur verið sannfærðir um að ég gengi með stelpu, svo sannfærðir að ég var farin að trúa því sjálf. En þarna var hann, Bragi litli, svo smágerður, sléttur og fínn.Vísir/GettyHér saga föðurs af fæðingu frumburðar síns: Í mæðraskoðun og á námskeiði fyrir verðandi foreldra mæti ég opinn og fróðleiksfús, skima samviskusamlega yfir þau blöð sem okkur eru afhent en les engar bækur um meðgöngu og fæðingar því ég tel mig ekki hafa tíma og lít reyndar svo á að feður hafi litla þörf á því. Eitthvað er að loftinu á námskeiðunum því þar sækir að mér ofboðsleg syfja og ég geispa þar út í eitt og er ítrekað alveg að dotta.Eftir að hafa farið tvær vikur fram yfir er konan mín gangsett á Landsspítalanum að kvöldi til. Ég er sendur heim að sofa því ekkert á að gerast næstu tímana. Ég bý rétt hjá svo ég yrði fljótur á milli. Ég get ekkert farið að sofa, það er bar hinum megin við götuna sem gæti róað taugarnar en ég ákveð að fara ekki þangað og fer í tölvuleik. Kannski kjánalegt en virkaði samt bara ágætlega, fæ SMS frá konunni minni um miðja nóttina um að drífa mig á spítalann, sem ég geri. Þar er hún ein á fæðingarstofu og engist um og vonar að stutt sé eftir hjá sér.Við taka nokkrir klukkutímar þar sem ég stend við hlið hennar þar sem hún lýsir því af angist hversu mikið hún sé að farast og öskrar og klípur hendina á mér fast annað slagið. Glaðloftið á spítalanum er verkjameðferðin sem hún notar, hún biður um mænudeyfingu á tímapunkti en þá er það orðið of seint.Það eina sem ég geri er að vera jákvæður og rólegur og hvetjandi fyrir hana, bæði á meðan og eftirá er ég mjög ánægður með mig. Allt gengur rosa vel, svona skilst okkur að þetta eigi að ganga, konan er búin að gleyma nánast allri vanlíðan sem fylgdi bæði meðgöngu og fæðingu um leið og hún fær dóttur okkar í fangið. Við erum svo í Hreiðrinu á Landsspítalanum næstu nótt og líkar mjög vel, erum bara þarna þrjú í rólegheitunum, litla fjölskyldan.Vísir/GettyÞað er ekki sama hvar í heiminum börn fæðast. Hér er fæðingarsaga Carlin Ross sem býr í New York. Hún ætlaði að fæða barnið sitt án alls inngrips en allt kom fyrir ekki og eftir að hafa reynt að fæða í heilan sólahring þá féllst hún á keisaraskurð. Barnið kom í heiminn og fór beint á brjóst. Nýbakaðri mömmu langaði að dekra aðeins við sig nokkrum dögum eftir fæðinguna og pantaði því til sín snyrtingu á fótum og höndum, beint upp á sjúkrahús. Það yrði eflaust eitthvað sagt ef þetta væri reynt í Reykjavík.Vísir/GettyHér er svo ein alíslensk draumafæðing:Þegar við komum á Hreiðrið tók ljósmóðir á móti mér sem að ætlaði að skoða mig. Ég nennti ekkert að láta skoða mig og horfði með hrylling á bekk sem að konur eru skoðaðar á og spurði “þarf ég að fara upp á þennan bekk”. Ég vildi bara komast í bað og það strax og halda áfram að vera í mínum eigin heimi. Þarna var orðið styttra en 5 mínútur á milli hríða og þær orðnar frekar sársaukafullar. Ljósmóðirin sá hvert stefndi og sagði mér að koma bara inn í fæðingarherbergið og ætlaði að láta renna í baðið fyrir mig. Þannig að sem betur fer slapp ég við að klifra upp á þennan skoðunarbekk.Mér fannst alveg dásamlegt að hafa dagsbirtu í herberginu. Einhvern vegin var ég búin að sjá fyrir mér að það yrði myrkur úti og herbergið lýst upp með rafmagnsljósum. Ég lagðist í rúmið í herberginu þar sem að ljósan skoðaði mig. Ég var komin með 3 í útvíkkun. Hún sagði mér að bíða aðeins með að fara í baðið af því að hríðarnar ættu það til að detta niður þegar í baðið væri komið. Enn styttist á milli hríða og verkirnir urðu mun verri. Ég grátbað um að komast í baðið. Hún athugaði útvíkkun aftur sem var orðin 5. Þannig að á 10 mín hafði útvíkkunin farið úr 3 upp í 5. Ljósan sagði að þetta væri að gerast alveg svakalega hratt og hleypti mér loks ofan í baðið.Það var dásamlegt að komast í baðið og verkirnir urðu miklu mýkri – allt annað líf. Ég andaði djúpt ogkirjaði þegar hríðarnar komu. Ljósan spurði mig hvort ég hefði íhugað það að fæða í vatni. Ég sagði henni að draumafæðingin mín væri einmitt að fæða í vatni. Nú urðu verkirnir enn verri og það styttist á milli. Ætli ég hafi ekki verið í svona u.þ.b. 20 mín eða í mesta lagi hálftíma í baðinu áður en kollurinn fór að sýna sig. Í síðustu hríðunum kom rembingsþörfin og voru þær alveg svakalega sársaukafullar og ég öskraði eins og stunginn grís af öllum kröftum. Ljósan sagði mér að rembast bara létt með til þess að passa spöngina. Litli snáði kom svo í þremur hríðum rétt rúmlega hálf tvö. Það hafði liðið klukkustund og korter síðan að ég gekk inná spítalann. Elsku drengurinn kom í heiminn í vatni og dagsbirtu og ég hafði enga deyfingu þegið. Þetta var alveg eins og ég hafði séð fyrir mér draumafæðinguna. Mikið var ég ánægð. Það þarf helling hugrekki til að takast á við þetta.Við fengum að tjilla inná Hreiðrinu öll saman – kallinn setti Jet Black Joe aftur á – stemmningin var létt og skemmtileg. Litli kútur var algjör draumur í dós. Hann var viktaður og mældur og reyndist vera 13 merkur og 51 cm – bara flott stærð miðað við frekar stutta meðgöngu. Ég fór í sturtu og svo vorum við færð um herbergi. Um kvöldið vorum við útskrifuð og vorum komin heim um níuleitið.Það var mjög súrealískt að fara uppá spítala um hádegi og koma heim um kvöldið sama dag með glænýjann lítinn einstakling.
Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira