Framtak sænska ríkissjónvarpsins vakti mikla athygli og voru margir á samfélagsmiðlum sem hylltu tálkmálstúlkana fyrir flutning sinn á lögunum.
Sérstaka athygli vakti táknmálstúlkurinn Tommy Krångh sem gaf sig allan í verkið og kom tilfinningum flytjanda vel til skila.
Sjá má sigurlagið „Heroes“ í flutningi Måns Zelmerlöw og Krångh að neðan en í fullum gæðum á vef sænska ríkissjónvarpsins hér.
Hér má sjá flutning Krångh á Jag är fri (Manne Leam Frijje), lagi samíska söngvarans Jon Henrik Fjällgren sem lenti í öðru sæti.
Hér má svo sjá alla útsendingu keppninnar með táknmálstúlkun, en hér má sjá hvert framlag fyrir sig.
