Formúla 1

Hamilton hóf titilvörnina af krafti

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton var með allt á hreinu í dag.
Hamilton var með allt á hreinu í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari.

Skömmu fyrir keppnina kom í ljós að Valtteri Bottas hefði ekki jafnað sig af bakmeiðslum sem hann varð fyrir í tímatökunni.

Bæði Kevin Magnussen á McLaren og Daniil Kvyat á Red Bull misstu af keppninni. Bílar þeirra biluðu á leiðinni á ráslínuna. Einungis 15 ökumenn ræstu af stað.

Pastor Maldonado datt út skömmu eftir fyrstu beygju keppninnar, hann lenti í samstuði við Felipe Nasr á Sauber. Öryggisbíllinn var ræstur út. Hinn Lotus ökumaðurinn Romain Grosjean hætti keppni á meðan öryggisbíllinn var úti á brautinni, hann skorti vélarafl.

Sebastian Vettel tók við af Felipe Massa sem bestur af restinni í dag.Vísir/Getty
Í eina þjónustuhléinu tókst Sebastian Vettel á Ferrari að komast fram úr Felipe Massa á Williams og ná þriðja sæti.

Kimi Raikkonen á Ferrari tók tvö stopp og strax eftir seinna stoppið stöðvaði hann bílinn á brautinni. Keppnin var búin hjá honum á 41. hring. Vinstra afturdekkið var ekki orðið fast. Það er óöruggt þjónustuhlé. Sem gæti þýtt 10 sekúndna refsingu í Malasíu.

Á heildina litið voru liðin ryðguð að sjá, slök þjónustuhlé og klaufalegur akstur á köflum. Fyrir utan Mercedes sem virtist ekki geta gert neitt rangt.

Þegar tíu hringir voru eftir hóf Rosberg loka atlöguna að Hamilton. Bilið á milli þeirra var um tvær sekúndur þegar þar var komið við sögu. En allt kom fyrir ekki og Hamilton kom fyrstur í mark.

Sauber mennirnir Marcus Ericsson og Felipe Nasr gerðu gríðar vel í dag og náðu í mikilvæg stig fyrir liðið sem náði ekki í nein stig í fyrra.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar í gagnvirka stafræna kortinu.


Tengdar fréttir

Gagnvirkt brautarkort og tölfræði

Gagnvirkt stafrænt kort af hverri keppnisbraut á keppnisdagatali Formúlu 1 verður sett neðst í fréttir tengdar viðkomandi keppni.

Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

McLaren á öftustu rásröð, Mercedes ósnertanlegir og Felipe Massa bestur af restinni. Hvaða ummæli féllu eftir tímatökuna í Ástralíu.

Getur einhver skákað Hamilton?

Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík

Sauber áfrýjar Van der Garde málinu

Sauber liðið hefur ákveðið að áfrýja dómi Hæstaréttar Viktoríu fylkis í Ástralíu. Dómstóllinn úrskurðaði að Giedo van der Garde ætti samningsbundinn rétt á að keyra fyrir liðið.

Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ástralska kappaksturinn, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×