„Það snertir mig að fólk skuli hrífast af laginu," segir hann í samtali við NRK eftir að búið var að útnefna hann sigurvegara.
„Ég trúi ekki að við höfum unnið," sagði Debrah.
Noregur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bítum í Eurovision en náð talsvert oftar inn á topp tíu. Alexander Rybak, sem vann fyrir hönd Noregs árið 2009, á enn stigametið í keppninni en hann fékk samtals 387 stig.