Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send af stað til Patreksfjarðar að sækja sjúkling. Læknir á staðnum var settur í samband við þyrlulækninn en bíða þurfti færis með að senda þyrluna af stað vegna veðurofsans.
Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð þyrlunnar vegna skipverja um borð í grænlenskum togara sem hlaut höfuðáverka. Skipið hefur tekið stefnu á Patreksfjörð. Ekki var hægt að verða við beiðninni þegar hún barst vegna veðursins.
