Formúla 1

Gagnvirkt brautarkort og tölfræði

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Riccardo les tölfræði eins og lesendur Vísis geta gert núna.
Daniel Riccardo les tölfræði eins og lesendur Vísis geta gert núna. Vísir/Getty
Gagnvirkt stafrænt kort af hverri keppnisbraut á keppnisdagatali Formúlu 1 verður sett neðst í fréttir tengdar viðkomandi keppni.

Möguleikar kortsins eru margir, efst til hægri á kortinu er að finna fjóra takka.

Fyrsti takkinn hefur að geyma brautarkortið sjálft. Þar má sjá hvernig brautin liggur og hvað sumir brautarkaflar heita. Til dæmis má sjá að að á Albert Park eru fyrstu tvær beygjurnar saman kallaðar Jones Chicane, sem þýðir Jones S - beygjurnar.

Vinstra megin undir myndinn má finna ör sem spilar hringinn. Þá er hægt að sjá í hvaða gír og hversu hratt er að jafnaði ekið um brautina.

Annar takkinn efst til hægri sýnir yfirstandandi eða nýjustu lotu sem ekin hefur verið. Hvort sem það er fyrsta eða önnur æfing á föstudegi eða jafnvel stöðugar uppfærslur frá tímatöku.

Þriðji takkinn er tileinkaður keppninni sjálfri og þar er að finna ýmsar upplýsingar um stöðuna í keppninni á meðan hún er í gangi. Hvernig staðan er og hvernig uppáhalds ökumanni hvers lesenda gegnur.

Fjórði takkinn veitir upplýsingar um hvernig viðkomandi keppni hefur farið undanfarin ár. Til að mynda er hægt að sjá að Nico Rosberg vann í fyrra.

Vísir vonar kortin frá Graphic News verði til þess að veita lesendum enn meiri aðgang að tölfræði um Formúlu 1. Vísir hvetur lesendur sína til að kynna sér kortið með því að fikta við það. Kortið má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×