Formenn þingflokka funda nú með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, um stöðuna sem upp er komin í Evrópusambandsmálum. Fundurinn hófst um klukkan hálf tíu í morgun.
Í gær var tilkynnt að Gunnar Bragi Sveinsson utanríksiráðherra hefði tilkynnt formanni ráðherraráðs sambandsins að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Það gerði hann án þess að fara með málið fyrir þingið.
Stjórnarandastaðan hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega og þá staðreynd að þingið hafi ekki verið haft með í ráðum. Óskað var eftir að hafa fundinn strax í gærkvöldi en það fékkst ekki samþykkt.
Þá hefur einnig verið óskað eftir því að utanríkismálanefnd fundi um málið og að boðað verði til þingfundar strax eftir hádegi, að því er heimildir fréttastofu herma.
Samkvæmt dagskrá Alþingis á þingið næst að koma saman á mánudag.
Þingflokksformenn funda vegna viðræðuslita
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
