"Ánægjulegt og eðlilegt“

Finnst þér ekki eðlilegra ef þetta hefði farið fyrir þingið?
„Það er ríkisstjórnarinnar að meta en umsóknin sem slík var löngu komin í pólitískt og efnislegt strand. Þetta gat engan veginn haldið áfram. Á síðasta vetri fékk þingið nákvæma greinargerð [skýrslu Hagfræðistofnunar] um það að ekki væri hægt að halda áfram inngönguferlinu á grundvelli þeirra fyrirvara sem Alþingi setti. Evrópusambandið krafðist fullra yfirráða yfir fiskimiðunum til dæmis.“
Jón segir ESB ekki hafa tekið til greina að ræða sjávarútvegsmálin á meðan Íslendingar kröfðust yfirráða yfir fiskimiðunum. „Ég sem ráðherra fékk að vita það hjá ESB hvar sjávarútvegsmálin stoppuðu, því það var ég sjálfur sem neitaði að fallast á kröfur þeirra bæði í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum.“
Hann segir það mjög gott að þetta sé gert og að umsókninni „sé lokið og hafi verið afturkölluð“. „Engu pólitísku afli dettur í hug að fara í sama skollaleik og farið var í 2009.“
Heldurðu þá að þessu máli sé lokið?
„Já. Ég treyst því að þessu sé lokið.“
Tengdar fréttir

Mótmæli boðuð á Austurvelli klukkan 20: "Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta“
Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna, segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.

Katrín Jakobsdóttir: „Verið að brjóta stjórnskipunarhefð“
Formaður Vinstri grænna segist ekki geta dregið aðra ályktun en þá að ríkisstjórnin þori ekki með málið inn á þingið.

„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð.

Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“
Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB.

Kosningaloforðin rifjuð upp: Forystumenn ríkisstjórnarinnar boðuðu kosningar um áframhald viðræðna
Í kosningabaráttunni lofuðu flestir ef ekki allir sem nú skipa ríkisstjórn Íslands að kosið yrði um hvort viðræðum yrði haldið áfram.

„Háðulegast af öllu að ríkisstjórnin reyni nú að knýja fram stefnubreytingu í bakherbergjum“
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB hafi enga efnislega þýðingu þar sem í gildi sé þingsályktun um aðildarviðræður.

Fólk streymir niður á Austurvöll
Fjöldi fólks streymir niður að Alþingishúsinu til að mótmæla því að ríkisstjórnin hefur nú fyrirvaralaust slitið aðildarviðræðum við ESB.

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.

Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu
Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum.

„Þetta er örugglega fertugsafmælisgjöf Sigmundar Davíðs“
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina sniðganga Alþingi með ákvörðun sinni um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB.

Mikil reiði á Facebook: „Ertu bara orðinn brjálaður maður“
Mikil reiði hefur brotist út á Facebook eftir að fréttist að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra væri nú að ganga frá því að viðræðum við ESB sé nú formlega lokið.