„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2025 22:01 Daði Geir Samúelsson fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis. Vísir/Magnús Hlynur Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“ Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“
Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira