„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2025 22:01 Daði Geir Samúelsson fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis. Vísir/Magnús Hlynur Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“ Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“
Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira