Hellisheiði og Þrengsli hafa verið opnuð en þar er hálka og skafrenningur og unnið er að frekari mokstri. Hálka og éljagangur er á Reykjanesbraut og víða á Reykjanesi. Víða á Suðurlandi er snjóþekja og eitthvað um hálku. Þar er einnig unnið að mokstri.
Á vef Vegagerðarinnar segir að á Vesturlandi sé snjóþekja eða hálka með éljagangi og skafrenningi. Á Holtavörðuheiði, þæfingsfærð er á Bröttubrekku og þar er einbreitt eins og er.
Á Vestfjörðum er ófært á og Kleifaheiði. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er frá Brjánslæk að Klettshálsi. Styttist í opnun á Ísafjarðardjúpinu en þar er unnið að mokstri. Snjóþekja er á öðrum leiðum.
Á Norðurlandi er víða hálka og skafrenningu og eitthvað um hálkubletti.
Á Norðurlandi eystra er hálka og hálkublettir.
Á Austurlandi er víða hálka og eitthvað um hálkubletti. Greiðfært er mjög víða með suðausturströndinni og sumstaðar snjóþekja. Unnið er að hreinsun.
Búið að opna Hellisheiði
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
