Leikur Edmonton og Detroit í NHL-deildinni í gær var sögulegur því rússneskur dómari var í dómarateymi leiksins.
Sá heitir Evgeny Romasko og er fyrsti Rússinn sem fær að dæma í þessari stærstu íshokkí-deild heims. Hann hafði komið til Bandaríkjanna og dæmt í AHL-deildinni þar sem hann stóð sig mjög vel.
Svo vel að forráðamenn NHL-deildarinnar vildu fá hann aftur til Bandaríkjanna að dæma í stóru deildinni. Það gerði hann og stóð sig með miklum sóma.
Romasko er ekki bara fyrsti Rússinn sem dæmir í deildinni heldur aðeins annar útlendingurinn sem fær þann heiður.
Fyrstur var Svíinn Marcus Vinnerborg sem dæmdi í tvö ár frá 2010 til 2012.
