Pílagrímsferð Jóhannesar Árnasonar og félaga í Dabbfilms í Madison Square Garden var mynduð í bak og fyrir.
Þeir fóru og sáu leik New York Knicks og Cleveland Cavaliers í þessari frægu íþróttahöll og fengu dramatískan leik þar sem úrslitin réðust undir lokin.
Með blaðamannapassann að vopni komst Jóhannes inn í klefa fyrir leik og náði viðtali við leikmenn en þó ekki LeBron James. Menn gátu þó virt hann fyrir sér í nálægð enda fá fjölmiðlamenn mikinn aðgang að stjörnunum.
Eftir leik gáfu þó LeBron og Kyrie Irving færi á sér.
Þessi þáttur er góð sýn í lífið á bakvið tjöldin í Garðinum. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 Sport á dögunum en er nú aðgengilegur á Vísi.
Þáttinn má sjá hér að ofan.
Körfubolti