Breiðablik vann ÍBV, 2-0, í riðli 1 í Lengjubikarnum í fótbolta í gærkvöldi en Eyjamönnum verður dæmdur 3-0 sigur.
Bakvörðurinn Kristinn Jónsson, sem var á láni hjá sænska liðinu Brommapojkarna síðasta sumar, spilaði leikinn en var ólöglegur.
„Þegar félagaskipti v/láns eiga sér stað milli landa þarf að tilkynna það sérstaklega, ólíkt því sem viðgengst hér heima þegar leikmenn koma sjálfkrafa til baka úr sínum lánsfélögum,“ segir í frétt á vef Blika.
„Þetta var því miður ekki gert og engar athugasemdir komu fram þegar Kristinn var settur á leikskýrsluna, sem gerð var rafrænt fyrir leik liðanna í gær, enda leikmaðurinn samningsbundinn Breiðabliki.“
Kristinn lagði upp fyrra mark Blika fyrir Elfar Frey Helgason og skoraði svo sjálfur seinna markið þegar tíu mínútur voru eftir með laglegu skoti úr þröngu færi.
Hér að ofan má sjá stoðsendinguna og markið, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV.
Mark og stoðsending Kristins telur ekki | Ólöglegur og ÍBV vinnur 3-0
Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn