Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 12:00 Freyr Alexandersson gagnrýndi spilamennsku Bandaríkjanna. vísir/ksí/stefán „Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
„Bandaríkin valda vonbrigðum með markalausu jafntefli gegn Ísland á Algarve-mótinu,“ segir í fyrirsögn á vef Fox Sports um leik Íslands og Bandaríkjanna í gær. Eftir tvö töp á Algarve-mótinu náðu stelpurnar okkar í frábært jafntefli gegn liðinu sem er í öðru sæti heimslistans og líklegt til afreka á HM í Kanada í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi spilamennsku bandaríska liðsins eftir leik sem fór ekki vel í þjálfara Bandaríkjanna og blaðamann Fox Sports. „Þjálfari íslenska landsliðsins ákvað bara, að það væri í lagi að tala frekar illa um bandaríska liðið,“ segir í greininni.„Ef þetta væri mitt lið væri ég mjög óánægður,“ sagði Freyr um Bandaríkin sem spörkuðu boltanum mikið langt fram völlinn. „Við neyddum þær til að sparka langt eftir að hafa horft á fyrstu tvo leiki Bandaríkjanna. Þar sáum við að þegar þau lenda undir pressu vill liðið sparka langt fram.“ „Ég skil þetta ekki því liðið getur spilað boltanum eftir grasinu. Ég myndi nú búast við því að lið sem er 20 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum myndi rústa okkur.“ Blaðamaður Fox Sports tekur í raun undir orð Freys: „Svona var þetta. Bandaríkin reyndu að sparka boltanum yfir og í kringum ákveðið lið Íslands og þurfti að sætta sig við jafntefli. Það átti ekki að gerast,“ segir í greininni. Bandaríska liðið fær mikla gagnrýni fyrir spilamennsku sína og þjálfari þess, Jill Ellis, fær ekki háa einkunn fyrir að skilja þrjá af bestu leikmönnum liðsins eftir á bekknum. Ellis var heldur ekkert hrifin af gagnrýni Freys og svaraði henni þegar orð íslenska þjálfarans voru borin upp á hana. „Kannski er hann bara fúll því liðið hans er á botni riðilsins,“ sagði Ellis og bætti við að hún var á endanum ánægð með jafntefli eftir barsmíðarnar sem bandaríska liðið fékk af hálfu þess íslenska.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26