Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2015 12:00 Forsíðumynd Hlyns Kristins og geirvörtumynd Maríu Lilju. mynd/hlynur kristinn/maría lilja Í morgun tókust á í Morgunþættinum á FM957 þau María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson um #FreeTheNipple herferðina. Hlynur Kristinn birti uppfærslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi herferðina og efaðist um aðferðafræðina á bakvið hana.Free the nipple...Ég get ekki hamið mig lengur og verð sennilega dæmdur konuhatari og sagðar verða sögur um mig og þ...Posted by Hlynur Kristinn Rúnarsson on Thursday, March 26, 2015 „Aðalatriðið er að aðferðafræðin bakvið það að pósta myndum á samskiptamiðla í nafni jafnréttis er ekki gáfulegasta leiðin til að berjast fyrir jafnrétti. Ég held það sé til önnur leið þar sem við erum ekki að hvetja fólk til að setja myndir af sér berbrjósta inn á netið,“ sagði hann í útvarpinu í morgun. Hann bætti síðan við að myndirnar fengju alla athyglina en málefnið fengi ekkert. „En við erum nú stödd í útvarpsþætti að ræða ástæðu byltingarinnar,“ svaraði María Lilja. Hún benti á að baráttan væri svo margþætt. Hún snúi ekki aðeins að hrelliklámi heldur einnig að líkamsfrelsi kvenna og „slut-shaming.“Brjóst eru ekki kynfæri „En hvernig kennum við börnum í dag að skilgreina kynin?“ spyr Hlynur. Hann segir að strax í upphafi kennum við börnum að stelpur hafi píku og brjóst og strákar hafi typpi. „Fólk getur farið í fangelsi fyrir það að snerta brjóstin á fólki. Strákum mun alltaf finnast brjóst kynferðisleg.“ Síðar í viðtalinu bætti hann því við að viðhorf stráka muni ekki breytast bara af því að stelpum langi það. „Stelpur vilja fá að ákveða hvenær einhver partur af líkama okkar er kynferðislegur en ekki þurfa að skilgreina líkama okkar eftir því sem karlmenn hugsa,“ svaraði María Lilja honum. Einnig þótti henni dapurlegt að heyra að hann telji að konur muni aldrei verða frjálsar eingöngu af því að karlmenn eru svo graðir.Ég er með geirvörtur! #FreeTheNipple pic.twitter.com/xbuyQ6W8O1— María Lilja Þrastar (@marialiljath) March 25, 2015 Varðandi vettvanginn sem #FreeTheNipple var valinn svaraði María; „Þessi kynslóð kvenna lifir og hrærist á samskiptamiðlum og þeir eru þeirra helsta tæki til samskipta við umheiminn. Það er ekkert betur til þess fallið til að vekja athygli en einmitt samskiptamiðlarnir. Fáeinar stelpur gengu berbrjósta um miðbæinn í gær svo það er verið að berjast víðar en Internetið er heimili hrelliklámsins og það er einmitt staðurinn til að snúa vörn í sókn.“ „Með því að setja ógeðslega mikið af myndum þá er verið að grafa undan þessu safni sem birtist á Deildu.net. Mér persónulega finnst fyndið að það séu einhverjir gæjar að runka sér yfir brjóstamyndum af mér. Brjóstunum sem ég gaf dóttur minni að drekka með. Ég er bara þrítug kelling úr Vesturbænum. Þetta eru ekki kynferðislegar myndir og það er í raun vandræðalegt fyrir þá að vera að runka sér yfir þessu. Við skulum ekki gleyma því að setja skömmina yfir á þá yfir að gera það þegar tilgangurinn var að vekja athygli á femínísku málefni,“ segir María í lok viðtalsins. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Í morgun tókust á í Morgunþættinum á FM957 þau María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson um #FreeTheNipple herferðina. Hlynur Kristinn birti uppfærslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi herferðina og efaðist um aðferðafræðina á bakvið hana.Free the nipple...Ég get ekki hamið mig lengur og verð sennilega dæmdur konuhatari og sagðar verða sögur um mig og þ...Posted by Hlynur Kristinn Rúnarsson on Thursday, March 26, 2015 „Aðalatriðið er að aðferðafræðin bakvið það að pósta myndum á samskiptamiðla í nafni jafnréttis er ekki gáfulegasta leiðin til að berjast fyrir jafnrétti. Ég held það sé til önnur leið þar sem við erum ekki að hvetja fólk til að setja myndir af sér berbrjósta inn á netið,“ sagði hann í útvarpinu í morgun. Hann bætti síðan við að myndirnar fengju alla athyglina en málefnið fengi ekkert. „En við erum nú stödd í útvarpsþætti að ræða ástæðu byltingarinnar,“ svaraði María Lilja. Hún benti á að baráttan væri svo margþætt. Hún snúi ekki aðeins að hrelliklámi heldur einnig að líkamsfrelsi kvenna og „slut-shaming.“Brjóst eru ekki kynfæri „En hvernig kennum við börnum í dag að skilgreina kynin?“ spyr Hlynur. Hann segir að strax í upphafi kennum við börnum að stelpur hafi píku og brjóst og strákar hafi typpi. „Fólk getur farið í fangelsi fyrir það að snerta brjóstin á fólki. Strákum mun alltaf finnast brjóst kynferðisleg.“ Síðar í viðtalinu bætti hann því við að viðhorf stráka muni ekki breytast bara af því að stelpum langi það. „Stelpur vilja fá að ákveða hvenær einhver partur af líkama okkar er kynferðislegur en ekki þurfa að skilgreina líkama okkar eftir því sem karlmenn hugsa,“ svaraði María Lilja honum. Einnig þótti henni dapurlegt að heyra að hann telji að konur muni aldrei verða frjálsar eingöngu af því að karlmenn eru svo graðir.Ég er með geirvörtur! #FreeTheNipple pic.twitter.com/xbuyQ6W8O1— María Lilja Þrastar (@marialiljath) March 25, 2015 Varðandi vettvanginn sem #FreeTheNipple var valinn svaraði María; „Þessi kynslóð kvenna lifir og hrærist á samskiptamiðlum og þeir eru þeirra helsta tæki til samskipta við umheiminn. Það er ekkert betur til þess fallið til að vekja athygli en einmitt samskiptamiðlarnir. Fáeinar stelpur gengu berbrjósta um miðbæinn í gær svo það er verið að berjast víðar en Internetið er heimili hrelliklámsins og það er einmitt staðurinn til að snúa vörn í sókn.“ „Með því að setja ógeðslega mikið af myndum þá er verið að grafa undan þessu safni sem birtist á Deildu.net. Mér persónulega finnst fyndið að það séu einhverjir gæjar að runka sér yfir brjóstamyndum af mér. Brjóstunum sem ég gaf dóttur minni að drekka með. Ég er bara þrítug kelling úr Vesturbænum. Þetta eru ekki kynferðislegar myndir og það er í raun vandræðalegt fyrir þá að vera að runka sér yfir þessu. Við skulum ekki gleyma því að setja skömmina yfir á þá yfir að gera það þegar tilgangurinn var að vekja athygli á femínísku málefni,“ segir María í lok viðtalsins. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50