Rafhlöðurnar í Nissan Leaf bara bila ekki Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 13:15 Nissan Leaf. Í öllum þeim rúmlega 35 þúsund Nissan Leaf bílum sem seldir hafa verið vítt og breitt um Evrópu síðastliðin fimm ár reynast 99,99 prósent rafhlaða bílanna enn í fullkomnu lagi. Aðeins hefur 0,01 prósent þeirra bilað, alls þrjár rafhlöður. Frá þessu segir á vef Green Car Congress, en niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum úr gagnagrunni verkstæða hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Nissan Leaf í Evrópu. Niðurstöðurnar eru mikil viðurkenning fyrir framleiðanda Nissan Leaf enda er þessi lága bilanatíðni aðeins brot af því sem búast má við í hefðbundnum bílum. Til marks um það má nefna óháða greiningu, sem tryggingasérfræðingur Warranty Direct (WD) í Bretlandi, gerði á fimm ára viðhaldssögu um 50 þúsund, 3-6 ára bíla með bensín- eða dísilvél. Viðkomandi bílar eru skráðir í viðhaldsgagnagrunn WD og leiddi greiningin m.a. í ljós að í 0,25% bílanna höfðu komið upp vandamál sem gerðu þá ógangfæra. Algeng vandamál reyndust vera allt frá leku kælikerfi og brostnum heddpakkningum til alvarlegra tjóna á vélum bílanna. Á síðasta ári jókst sala á Nissan Leaf um 33% frá fyrra ári með sölu á 15.098 bílum árið 2014. Ræður Leaf nú meira en fjórðungi heimsmarkaðar fyrir rafbíla. Nissan Leaf kom á markað árið 2010 og var hann einn fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnabíllinn sem boðinn var á almennum markaði. Leaf er söluhæsti bíll veraldar í sínum flokki, en alls hafa verið seldir rúmlega 165 þúsund bílar af tegundinni Nissan Leaf frá því að sala hófst 2010. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Í öllum þeim rúmlega 35 þúsund Nissan Leaf bílum sem seldir hafa verið vítt og breitt um Evrópu síðastliðin fimm ár reynast 99,99 prósent rafhlaða bílanna enn í fullkomnu lagi. Aðeins hefur 0,01 prósent þeirra bilað, alls þrjár rafhlöður. Frá þessu segir á vef Green Car Congress, en niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum úr gagnagrunni verkstæða hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Nissan Leaf í Evrópu. Niðurstöðurnar eru mikil viðurkenning fyrir framleiðanda Nissan Leaf enda er þessi lága bilanatíðni aðeins brot af því sem búast má við í hefðbundnum bílum. Til marks um það má nefna óháða greiningu, sem tryggingasérfræðingur Warranty Direct (WD) í Bretlandi, gerði á fimm ára viðhaldssögu um 50 þúsund, 3-6 ára bíla með bensín- eða dísilvél. Viðkomandi bílar eru skráðir í viðhaldsgagnagrunn WD og leiddi greiningin m.a. í ljós að í 0,25% bílanna höfðu komið upp vandamál sem gerðu þá ógangfæra. Algeng vandamál reyndust vera allt frá leku kælikerfi og brostnum heddpakkningum til alvarlegra tjóna á vélum bílanna. Á síðasta ári jókst sala á Nissan Leaf um 33% frá fyrra ári með sölu á 15.098 bílum árið 2014. Ræður Leaf nú meira en fjórðungi heimsmarkaðar fyrir rafbíla. Nissan Leaf kom á markað árið 2010 og var hann einn fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnabíllinn sem boðinn var á almennum markaði. Leaf er söluhæsti bíll veraldar í sínum flokki, en alls hafa verið seldir rúmlega 165 þúsund bílar af tegundinni Nissan Leaf frá því að sala hófst 2010.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent