Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2015 20:54 Bóel og Heiður hvetja nemendur í Verzló og HÍ til að skilja brjósthaldarann eftir heima á morgun. Vísir/Getty „Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira