Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2015 20:54 Bóel og Heiður hvetja nemendur í Verzló og HÍ til að skilja brjósthaldarann eftir heima á morgun. Vísir/Getty „Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira