Enski boltinn

Guðjón Valur mætir liðinu sem felldi Aron og Óla Stef

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson getur hefnt fyrir Aron og Óla Stef.
Guðjón Valur Sigurðsson getur hefnt fyrir Aron og Óla Stef. vísir/epa
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í spænska stórliðinu Barcelona mæta HC Zabreg í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

HC Zagreb vann Aron Kristjánsson, Ólaf Stefánsson og strákana í danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn í 16 liða úrslitunum.

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson fara til Ungverjalands en þeir drógust gegn Pick Szeged, öðru af tveimur ungverskum liðum í átta liða úrslitunum. Kiel spilar seinni leikinn á heimavelli líkt og Barcelona.

Róbert Gunnarsson og félagar hans í Paris Saint-Germain eiga einnig fyrir höndum erfiða leiki gegn ungverska stórveldinu MKB Veszprém, en franska liðið spilar seinni leikinn heima.

Eina einvígið þar sem engir Íslendingar spila er viðureign HC Vardar frá Makedóníu og Vive Kielce frá Póllandi.

Drátturinn í átta liða úrslit:

Barcelona - HC Zagreb

HC Vardar - Vive Kielce

Paris Saint-Germain - MKB Veszprém

Pick Szeged - Kiel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×