Næsta kynslóð Cruze smíðuð í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:05 Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó. General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent