Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 09:34 Paul Walker og Vin Diesel úr Fast & Furious. Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent