Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira