Láta bandarískan gísl lausan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 23:55 Edan Alexander hefur verið í haldi Hamas frá upphafi þessa stríðs. AP/Ohad Zwigenberg Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira