Fiat jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 14:21 Fiat 500X. Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent