Luis Suárez var hetja Barcelona í gærkvöldi í sínum öðrum El Clásico-leik þegar hann skoraði sigurmarkið, 2-1, á gullfallegan hátt eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
Suárez, sem var gagnrýndur fyrir að skora lítið fyrstu mánuðina í búningi Barcelona, er nú búinn að skora 14 mörk fyrir Katalóníurisann og gefa 13 stoðsendingar. Í heildina er hann búinn að koma að 27 mörkum í 27 leikjum.
Sjá einnig:Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin
Suárez náði heldur betur að troða ofan í Florentino Pérez, forseta Real Madrid, og íþróttablöðin í höfuðborginni.
Pérez sagði Suárez ekki vera góðan leikmann síðasta sumar og Madrídarblöðin gerðu stólpagrín að Úrúgvæjanum fyrir að vera of þungur og auðvitað bíta Giorgio Chiellini á HM síðasta sumar.
„Þetta er mikilvægasta markið sem ég hef skorað fyrir Barca. Þetta var sérstakt mark því ég skoraði það á móti erkifjendunum,“ sagði Luis Suárez eftir leikinn.
„Þetta var mikilvægt mark fyrir mig og liðið því nú erum við með fjögurra stiga forskot og í betri stöðu. Þetta er þó ekki búið. Það eru margir erfiðir leikir eftir.“
Suárez: Mikilvægasta markið mitt
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
