Raffael skoraði bæði mörkin en Neuer missti boltann klaufalega yfir línuna í fyrra markinu, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Til að bæta gráu á svart varð Hollendingurinn Arjen Robben fyrir því óláni að rífa magavöðva og verður hann frá næstu vikurnar.
Bayern mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeilar Evrópu um miðjan næsta mánuð og er óvíst að Robben verði orðinn klár í slaginn þá.
Þrátt fyrir tapið er Bayern enn með tíu stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar en liðið tapaði síðast á heimavelli er það steinlá fyrir Real Madrid, 4-0, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra.