Illugi Jökulsson í Facebook-útlegð Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 18:30 Vísir/GVA Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“ Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira