Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 25-19 | Mikilvægur sigur Norðanmanna Birgir H. Stefánsson í Höllinni á Akureyri skrifar 21. mars 2015 00:01 Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk í dag. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu." Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu."
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira