Það verður sannkölluð körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á Skírdag.
Þá fara fram oddaleikirnir í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos-deildar karla. Báðir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport.
Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 16.00 og seinni leikurinn á milli Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15.
Körfuboltaáhugamenn geta farið að spenna beltin því páskarnir í ár byrja með látum á Stöð 2 Sport.
