Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2015 10:51 Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins. Alþingi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins.
Alþingi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira