Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 12:02 Tilkynnt var um tímabundna rekstrarstöðvun kísilversins á Bakka í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi. Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi.
Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06
Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00