Golf

Tiger ekki lengur á meðal 100 bestu

Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Ferill Tiger Woods er sem fyrr á hraðri niðurleið.

Tiger er nú kominn í 104. sætið á heimslistanum en það gerðist síðast árið 1996 að hann væri ekki á meðal þeirra 100 bestu í heiminum. Hann var númer 225 í september árið 1996.

Tiger, sem hefur unnið 14 stórmót, hefur setið lengst allra kylfinga í sögunni í efsta sæti listans eða 683 vikur.

Hann hefur ekkert spilað síðan hann dró sig úr keppni vegna meiðsla þann 6. febrúar síðastliðinn. Hann er þó á góðum batavegi og stefnir á að taka þátt á Masters sem hefst 9. apríl.

Árið hefur verið hörmulegt hjá Tiger en í janúar spilaði hann sinn versta hring á ferlinum er hann kom í hús á 82 höggum á Phoenix Open.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×