Pólska útgáfan af Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 14:06 Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent