Mustang kóngur kraftabílanna Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 13:31 Ford Mustang. Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent