Sjö sæta bíll frá Subaru á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 10:15 Subaru Outback skoðaður hátt og lágt. Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent