J.B. Holmes sigraði eftir bráðabana á Shell Houston Open 5. apríl 2015 23:10 J.B. Holmes fagnar með kylfusveini sínum þegar úrslitin voru ljós. Getty J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira