J.B. Holmes sigraði eftir bráðabana á Shell Houston Open 5. apríl 2015 23:10 J.B. Holmes fagnar með kylfusveini sínum þegar úrslitin voru ljós. Getty J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira