Mikið af ref á veiðislóðum Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2015 09:06 Mynd: Birgir Hauksson Það eru ekki bara á rjúpnaveiðitímabilinu sem veiðimenn verða mikið varir við mink og ref heldur einnig á veiðislóðum stangveiðimanna. Það hafa borist nokkrar fréttir um dýr skotin við veiðistaði víða um land síðustu daga en þegar veiðimönnum fjölgar við ár og vötn fjölgar auðvitað fundum þeirra við refi og minka. Það eru allir veiðimenn sammála um að það er greinilegt að mikil fjölgun hefur orðið á einhverjum svæðum af ref því hann er í meiri mæli farinn að sækja í byggð og hafa veiðimenn sem hafa verið t.d. í sjóbirtingsánum fyrir austan séð refi ítrekað við veiðistaði og jafnvel komið að þeim gera tilraun til að róta í matarleyfum í ruslapokum sem hafa ekki náð í tunnuna. Refurinn er almennt talinn einn stærsti þátturinn í fækkun rjúpunnar en hún er hans aðalbráð og þegar refnum fjölgar gengur hratt á þegar viðkvæman rjúpnastofn. Sveitafélögin hafa verið misdugleg að koma að veiðunum og þar sem veiðar á ref og mink eru litlar eða engar er áberandi meira af tilkynningum um dýr við mannabústaði. Þeir sem hafa verið við veiðar í vor hafa margir hverjir verið með byssur í bílum sínum sem hefur greinilega komið sér vel en nokkur dæmi eru um að veiðimenn hafi komið heim með fleiri refi en fiska eftir veiðihelgar. Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði
Það eru ekki bara á rjúpnaveiðitímabilinu sem veiðimenn verða mikið varir við mink og ref heldur einnig á veiðislóðum stangveiðimanna. Það hafa borist nokkrar fréttir um dýr skotin við veiðistaði víða um land síðustu daga en þegar veiðimönnum fjölgar við ár og vötn fjölgar auðvitað fundum þeirra við refi og minka. Það eru allir veiðimenn sammála um að það er greinilegt að mikil fjölgun hefur orðið á einhverjum svæðum af ref því hann er í meiri mæli farinn að sækja í byggð og hafa veiðimenn sem hafa verið t.d. í sjóbirtingsánum fyrir austan séð refi ítrekað við veiðistaði og jafnvel komið að þeim gera tilraun til að róta í matarleyfum í ruslapokum sem hafa ekki náð í tunnuna. Refurinn er almennt talinn einn stærsti þátturinn í fækkun rjúpunnar en hún er hans aðalbráð og þegar refnum fjölgar gengur hratt á þegar viðkvæman rjúpnastofn. Sveitafélögin hafa verið misdugleg að koma að veiðunum og þar sem veiðar á ref og mink eru litlar eða engar er áberandi meira af tilkynningum um dýr við mannabústaði. Þeir sem hafa verið við veiðar í vor hafa margir hverjir verið með byssur í bílum sínum sem hefur greinilega komið sér vel en nokkur dæmi eru um að veiðimenn hafi komið heim með fleiri refi en fiska eftir veiðihelgar.
Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði