Landhelgisgæslan tók vel á móti Stoltenberg Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 15:41 Flugvél belgíska flughersins lenti með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og fylgdarlið hans á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku á móti honum. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.Framkvæmdastjórinn heilsar tengilið NATO á Íslandi og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar tók á móti framkvæmdastjóranum og fór með hann og hans fylgdarlið um Öryggissvæðið þar sem öll helstu verkefni voru kynnt, þar með talið dagleg framkvæmd verkefna sem þar fer fram í samvinnu við stofnanir bandalagsins. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að heimsókn sem þessi sé mikilvæg í þeim tilgangi að sýna yfirmönnum Atlantshafsbandalagsins hvernig dagleg framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna fari fram á Íslandi en fjöldi mannvirkja og búnaðar á Öryggissvæðunum eru á eignalista bandalagsins og hefur bandalagið styrkt framkvæmdir við viðhald og rekstur þeirra. Framkvæmdastjórinn heimsótti Bandaríkjamenn sem eru nú hér vegna loftrýmisgæslu Bandaríkjanna sem fram fer nú um þessar mundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.Heimsókn framkvæmdastjórans til Landhelgisgæslunnar endaði í stjórnstöð NATO á Íslandi. Þar sér Landhelgisgæslan um framkvæmd samþætts loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu í samvinnu við þær þjóðir sem eru hér á landi á hverjum tíma og aðgerðarstjórnstöð NATO (Combined Air Operations Center) í Uedem í Þýskalandi. Stjórnstöðin hér á landi er auk þess tengd stjórnstöðvum NATO í Norður Ameríku, Noregi, Danmörku og Bretlandi. Fréttir af flugi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Flugvél belgíska flughersins lenti með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og fylgdarlið hans á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku á móti honum. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.Framkvæmdastjórinn heilsar tengilið NATO á Íslandi og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar tók á móti framkvæmdastjóranum og fór með hann og hans fylgdarlið um Öryggissvæðið þar sem öll helstu verkefni voru kynnt, þar með talið dagleg framkvæmd verkefna sem þar fer fram í samvinnu við stofnanir bandalagsins. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að heimsókn sem þessi sé mikilvæg í þeim tilgangi að sýna yfirmönnum Atlantshafsbandalagsins hvernig dagleg framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna fari fram á Íslandi en fjöldi mannvirkja og búnaðar á Öryggissvæðunum eru á eignalista bandalagsins og hefur bandalagið styrkt framkvæmdir við viðhald og rekstur þeirra. Framkvæmdastjórinn heimsótti Bandaríkjamenn sem eru nú hér vegna loftrýmisgæslu Bandaríkjanna sem fram fer nú um þessar mundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.Heimsókn framkvæmdastjórans til Landhelgisgæslunnar endaði í stjórnstöð NATO á Íslandi. Þar sér Landhelgisgæslan um framkvæmd samþætts loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu í samvinnu við þær þjóðir sem eru hér á landi á hverjum tíma og aðgerðarstjórnstöð NATO (Combined Air Operations Center) í Uedem í Þýskalandi. Stjórnstöðin hér á landi er auk þess tengd stjórnstöðvum NATO í Norður Ameríku, Noregi, Danmörku og Bretlandi.
Fréttir af flugi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira