Gómsætir ostaréttir sem kitla bragðlaukana 16. apríl 2015 13:51 Vísir.is/EvaLaufey Ostar eru sérlega góðir einir og sér en það er tilvalið að búa til ljúffengi rétti úr ostum og bera fram með nýbökuðu brauði eða kexi. Hér er tveir réttir úr síðasta þætti af Matargleði Evu sem sýndir eru á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Ofnbakaður Stóri Dímon1 Stóri Dímon 2 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif, marið 1 msk smátt saxað rósmarínAðferð: Blandið olíu, hvítlauk, rósmaríni og ögn af salti saman í skál. Stingið hníf í ostinn og snúið aðeins upp á hnífinn, hellið blöndunni yfir ostinn. Bakið við 180°C í 8 - 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Gott að vita! Það er hægt að baka ostinn í öskjunni sem hann kemur í. Það getur samt komið fyrir að askjan sem osturinn kemur í brotni í ofninum en þá er ágætt að setja öskjuna ofan í eldfast mót en þannig tryggjum við að osturinn haldi sér á sínum stað. Ostasalatið sem slær alltaf í gegn 1 Mexíkóostur1 Hvítlauksostur1 dós sýrður rjómi1 dós Grískt jógúrt 1/4 púrrulaukur, smátt saxaður 1 rauð paprika, smátt skorinrauð vínber, skorin í tvennt Aðferð:Skerið púrrulauk eftir endilöngu, skolið og skerið síðan í litla bita. Skerið paprikuna einnig mjög smátt og vínberin í tvennt. Blandið sýrða rjómanum og gríska jógúrti saman við og bætið ostinum saman við í lokin, mér finnst best að skera hann fremur smátt. Blandið öllu vel saman og berið fram með góðu brauði eða kexi. Salatið er betra ef það fær að vera í kæli í klukkustund áður en það er borið fram.Ekki missa af Matargleðinni á fimmtudagskvöldum kl.20.10 á Stöð 2. Eftirréttir Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ostar eru sérlega góðir einir og sér en það er tilvalið að búa til ljúffengi rétti úr ostum og bera fram með nýbökuðu brauði eða kexi. Hér er tveir réttir úr síðasta þætti af Matargleði Evu sem sýndir eru á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. Ofnbakaður Stóri Dímon1 Stóri Dímon 2 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif, marið 1 msk smátt saxað rósmarínAðferð: Blandið olíu, hvítlauk, rósmaríni og ögn af salti saman í skál. Stingið hníf í ostinn og snúið aðeins upp á hnífinn, hellið blöndunni yfir ostinn. Bakið við 180°C í 8 - 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Gott að vita! Það er hægt að baka ostinn í öskjunni sem hann kemur í. Það getur samt komið fyrir að askjan sem osturinn kemur í brotni í ofninum en þá er ágætt að setja öskjuna ofan í eldfast mót en þannig tryggjum við að osturinn haldi sér á sínum stað. Ostasalatið sem slær alltaf í gegn 1 Mexíkóostur1 Hvítlauksostur1 dós sýrður rjómi1 dós Grískt jógúrt 1/4 púrrulaukur, smátt saxaður 1 rauð paprika, smátt skorinrauð vínber, skorin í tvennt Aðferð:Skerið púrrulauk eftir endilöngu, skolið og skerið síðan í litla bita. Skerið paprikuna einnig mjög smátt og vínberin í tvennt. Blandið sýrða rjómanum og gríska jógúrti saman við og bætið ostinum saman við í lokin, mér finnst best að skera hann fremur smátt. Blandið öllu vel saman og berið fram með góðu brauði eða kexi. Salatið er betra ef það fær að vera í kæli í klukkustund áður en það er borið fram.Ekki missa af Matargleðinni á fimmtudagskvöldum kl.20.10 á Stöð 2.
Eftirréttir Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira