Skipherrann á Tý: "Ein konan var komin alveg á steypirinn“ Gissur Sigurðsson skrifar 15. apríl 2015 13:30 Halldór B. Nellett, skipherra á Tý. Mynd/Landhelgisgæslan Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59
Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?