Sala Volkswagen minnkaði í mars Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:20 Afar misjafnt gengi var á hinum ýmsu mörkuðum í sölu Volkswagen bíla. Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent
Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent