Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Dominos-deildunum í körfubolta, verður áfram þjálfari beggja liða.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í morgun, en Snæfell ákvað að framlengja við Inga Þór sem skilaði Íslandsmeistaratitli í karlaflokki 2010 og kvennaflokki í fyrra.
Ingi Þór á eitt ár eftir af samningnum sem hann skrifaði undir árið 2013, en stjórn Snæfells hafa hann áfram. Ekki kemur þó fram í tilkynningunni hversu langur nýi samningurinn er.
Vinna í leikmannamálum Snæfellsliðanna er á frumstigi og mun fara á fullt á næstu dögum. Einhverjar breytingar verða á leikmannahópi beggja liða.
Karlalið Snæfells komst ekki í úrslitakeppnina í ár en kvennaliðið varð deildarmeistari og er 2-1 yfir gegn Grindavík í undanúrslitarimmu sinni.
Ingi Þór þjálfar Snæfell áfram
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
