Bónorð Ingu til Helga: „Vissi ekki hvernig hann tæki í svona bónorð“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 13:36 Inga og Helgi skömmu eftir að sá síðarnefndi sagði já. mynd/úr myndbandinu „Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina. Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
„Ég bað hans á skátamóti fyrir fullorðna listaskáta í Rieneck-kastala í Þýskalandi,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, unnusta þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. „Ég hef farið á þetta mót undanfarin tíu ár og Helgi hefur komið með mér síðustu tvö skipti. Þetta er staður sem mér þykir mjög vænt um.“ Inga segir að margir af hennar bestu vinum séu af þessum mótum. „Ég hef farið í brúðkaup, jarðarfarir og skírnir hjá fólki sem ég hef kynnst þarna þannig mér fannst þetta tilvalinn vettvangur fyrir bónorð.“ Um hundrað manns komu að bónorðinu sem var nokkuð óvenjulegt. Helgi Hrafn stendur úti í glugga og horfir út þegar stúlka byrjar að dansa. Smám saman fjölgar í hópnum. Inga stendur fyrir neðan gluggann og stýrir dansinum án þess að Helgi viti af henni. Í lokin bætist hún við hópinn og fólkið ber upp bónorðið með því að lyfta upp klæðum sínum. „Þetta voru skátar frá allri Evrópu og nokkrir frá Suður-Afríku. Þegar þau lyfta upp bolunum þá eru tvær sem víxla stöðum. Þær tvær eru frá Rússlandi.“ Inga segir að hún hafi verið mjög stressuð fyrir þessu. „Ég borðaði eiginlega ekkert í matnum fyrir. Ég hafði sagt flestum í kringum mig frá planinu svo það var erfitt að bakka út,“ svarar hún aðspurð um hvort hún hafi fengið einhverja bakþanka. „Það var aldrei efi í mér að Helgi myndi segja já þegar að því kæmi að biðja hans en ég var ekki viss hvernig hann tæki því með þessu móti. Það hefur alltaf verið kýrskýrt að ég myndi biðja hans og hann sagði já þegar dansinum lauk.“ Inga Auðbjörg er virk í starfi Ungra Jafnaðarmanna á meðan Helgi Hrafn er Pírati. „Við kynntumst í gegnum pólitík og erum yfirleitt nokkuð sammála enda ekki stórkostlegur munur á Pírötum og UJ. Að auki fer ástin létt með að blómstra þvert á flokka,“ segir Inga. Vísir óskar Ingu og Helga til hamingju með trúlofunina.
Tengdar fréttir Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Svona biður maður pírata: Myndband af umtalaðasta bónorði ársins birt Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir bað þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar þann 4. apríl síðastliðinn á ferðalagi þeirra í Þýskalandi. 14. apríl 2015 13:01