Lífið

Ís­lensk hönnun á for­síðu Wall Street Journal: „Hún hafði sam­band við mig á Instagram“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hailey Bieber var valin frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum.
Hailey Bieber var valin frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum. Getty

Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine í tilefni þess að hún vefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum (e. Beauty Innovator of the Year). Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda.

Kalda var stofnað árið 2016 af Katrínu Öldu Rafnsdóttur og hefur á undanförnum árum skapað sér nafn á alþjóðavettvangi.

Spurð hvernig skórnir hafi ratað á forsíðu tímaritsins segir Katrín Alda í samtali við Vísi að bandaríski stílistinn Gabriella Karefa-Johnson, sem stílíseraði fyrir myndatökuna, hafi haft samband við sig í gegnum Instagram eftir að hafa séð skóna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í vor.

„Hún hafði samband við mig á Instagram eftir að hún sá skóna í Kaupmannahöfn. Við tengdumst þar og síðan hefur hún verið ótrúlega stuðningsrík. Hún er geggjaður stílisti og klæðir mikið af flottum konum,“ segir Katrín Alda.

Á myndunum má sjá Bieber í tveimur pörum frá Kalda, Kana sandalarnir í svörtu sem kosta 57.900 krónur og Naka sandalarnir í svörtu sem kostar 55.900 krónur.

Seldi Rhode fyrir einn milljarð Bandaríkjadala

Bieber hefur á undanförnum árum verið ein helsta fyrirmynd ungra kvenna þegar kemur að tísku og útliti. Hún þykir einstaklega smekkleg og nánast allt sem hún klæðist eða kynni verður fljótt að tískufyrirbæri – hvort sem það er fatnaður, förðun, hár eða neglur.

Bieber stofnaði snyrtivörumerkið Rhode árið 2022 sem fljótt varð eitt vinsælasta merkið á markaðnum á heimsvísu.

Í maí síðastliðnum seldi hún merkið til e.l.f. Beauty fyrir einn milljarð bandaríkjadala, en hún gegnir áfram lykilhlutverki hjá Rhode sem framkvæmdastjóri hönnunar og yfirmaður nýsköpunar, auk þess sem hún starfar sem stefnumótandi ráðgjafi fyrir e.l.f. Beauty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.