Páll Pétursson hefur ekkert samviskubit vegna Forsvarsmálsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2015 10:59 Þeir stjórnmálamenn sem meðal annarra komu að gerð samningsins umdeilda um hugbúnaðarverkefnið eru þeir Páll, Vilhjálmur og Einar. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður norðvesturkjördæmis, skrifaði undir samning við fyrirtækið Forsvar á sínum tíma um gerð hugbúnaðarverkefnis. Verkefnið fór aldrei í útboð og nam kostnaður ríkisins vegna þess hátt í 200 milljónum króna í heild og þegar upp var staðið. Lítið sem ekkert kom út úr hugbúnaðargerðinni. Helgi Seljan fjallaði um málið í Kastljósi í gær og rakti samviskusamlega þræði í tengslum við það. Ekki var annað að skilja en fagleg sjónarmið hafi mátt alfarið víkja fyrir byggðasjónarmiðum og „kjördæmapoti“ eins og Helgi orðaði það. Þeir stjórnmálamenn sem nefndir hafa verið til sögunnar og höfðu aðkomu að því eru/voru allir landsbyggðaþingmenn; Páll, Einar K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson. Lykilmaður í samningagerðinni var fyrrum starfsmaður ráðuneytisins, Garðar Jónsson, sem svo var stjórnarformaður fyrirtækisins sem samið var við. Vísir ræddi við Pál vegna málsins. Hann segist ekki mikið geta sagt um það, hans hlutur í þessu verkefni hafi verið afar lítill.Garðar Jónsson var um tíma starfsmaður ráðuneytisins og tók þátt í að semja við Forsvar, fyrirtæki sem hann svo var í forsvari fyrir.Ekki um háa upphæð að ræða„Þetta var rétt áður en ég hætti um mánaðarmót, eða seint í maí 2003 og skrifaði undir þennan samning einhvern tíma um miðjan maímánuð. Ég átti örfáa daga eftir. Það sem þarna var verið að fjalla um var óskaplega einfalt og lítið mál. Það var sem sagt að setja upp form fyrir sveitarfélög til þess að gera fjárhagsáætlanir, svo hægt væri að hafa betri gát á fjárhagsáætlunum, sem var gott mál,“ segir Páll. Páll segir að umrætt fyrirtæki á Hvammstanga hafi þá þegar unnið ýmislegt fyrir ríkið, sérstaklega þá alþingi og Þjóðminjasafnið, að hann minni. „Og eitt og annað og átti að kunna þetta. Þarna var ekki um það háa upphæð að ræða að ástæða væri til að fara með hana í útboð. Þeir voru með kerfisfræðinga, eða afgang af kerfisfræðingum, einn sem var í Háskólanum í Reykjavík og annan norður á Hvammstanga. Það átti allt að vera í lagi. Garðar Jónsson sem allt snérist um var ekki kominn í neinn félagsskap norður á Hvammstanga þegar þetta var,“ segir Páll og reynir að rifja upp það sem hann man um feril Garðars.Framsóknarráðherrahjónin Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir.visir/ernirEkki verra að þetta færi á HvammstangaEn, það sem menn velta fyrir sér er hvort ekki blasi við að fagleg sjónarmið hafi mátt víkja á forsendum byggðastefnusjónarmiða? „Það held ég að varla sé hægt að segja. Ég segi hiklaust að mér þótti ekkert verra að þetta væri á Hvammstanga en annars staðar, ef þetta væri jafn vel gert. Og, ég hafði enga ástæðu til að ætla að svo yrði ekki. Enda þetta ekki stórt verkefni. Ég fylgdist ekkert með þessu verkefni því ég var að fara úr ráðuneytinu. Það var eitthvað búið að undirbúa þetta um veturinn af starfsmönnum ráðuneytisins, sem ég fylgdist eitthvað lítið með. Mér hefur skilist að þau hafi skilað einhverju til sambands íslenskra sveitarfélaga sem að svo þau vildu heldur nota stærra fyrirtæki,“ segir Páll. Og hann heldur áfram: „Halldór Hróars sem fór í þetta en hann hefur unnið mikið fyrir sveitarfélögin og setið að verkefnum hjá þeim. Ég hef ekki neina samvisku yfir þessu, þótti þetta eðlilegur hlutur og engin ástæða til að ætla að þau gætu ekki unnið þetta eins og þau höfðu unnið fyrir alþingið og þjóðminjasafnið, held ég, og bentu einnig á góða kerfisfræðinga sem þau höfðu á að skipa. Aðkoma mín að þessu var ekki nema örfáir dagar og ég fylgdist ekkert með framvindu málsins meira.“ Alþingi Tengdar fréttir Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður norðvesturkjördæmis, skrifaði undir samning við fyrirtækið Forsvar á sínum tíma um gerð hugbúnaðarverkefnis. Verkefnið fór aldrei í útboð og nam kostnaður ríkisins vegna þess hátt í 200 milljónum króna í heild og þegar upp var staðið. Lítið sem ekkert kom út úr hugbúnaðargerðinni. Helgi Seljan fjallaði um málið í Kastljósi í gær og rakti samviskusamlega þræði í tengslum við það. Ekki var annað að skilja en fagleg sjónarmið hafi mátt alfarið víkja fyrir byggðasjónarmiðum og „kjördæmapoti“ eins og Helgi orðaði það. Þeir stjórnmálamenn sem nefndir hafa verið til sögunnar og höfðu aðkomu að því eru/voru allir landsbyggðaþingmenn; Páll, Einar K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson. Lykilmaður í samningagerðinni var fyrrum starfsmaður ráðuneytisins, Garðar Jónsson, sem svo var stjórnarformaður fyrirtækisins sem samið var við. Vísir ræddi við Pál vegna málsins. Hann segist ekki mikið geta sagt um það, hans hlutur í þessu verkefni hafi verið afar lítill.Garðar Jónsson var um tíma starfsmaður ráðuneytisins og tók þátt í að semja við Forsvar, fyrirtæki sem hann svo var í forsvari fyrir.Ekki um háa upphæð að ræða„Þetta var rétt áður en ég hætti um mánaðarmót, eða seint í maí 2003 og skrifaði undir þennan samning einhvern tíma um miðjan maímánuð. Ég átti örfáa daga eftir. Það sem þarna var verið að fjalla um var óskaplega einfalt og lítið mál. Það var sem sagt að setja upp form fyrir sveitarfélög til þess að gera fjárhagsáætlanir, svo hægt væri að hafa betri gát á fjárhagsáætlunum, sem var gott mál,“ segir Páll. Páll segir að umrætt fyrirtæki á Hvammstanga hafi þá þegar unnið ýmislegt fyrir ríkið, sérstaklega þá alþingi og Þjóðminjasafnið, að hann minni. „Og eitt og annað og átti að kunna þetta. Þarna var ekki um það háa upphæð að ræða að ástæða væri til að fara með hana í útboð. Þeir voru með kerfisfræðinga, eða afgang af kerfisfræðingum, einn sem var í Háskólanum í Reykjavík og annan norður á Hvammstanga. Það átti allt að vera í lagi. Garðar Jónsson sem allt snérist um var ekki kominn í neinn félagsskap norður á Hvammstanga þegar þetta var,“ segir Páll og reynir að rifja upp það sem hann man um feril Garðars.Framsóknarráðherrahjónin Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir.visir/ernirEkki verra að þetta færi á HvammstangaEn, það sem menn velta fyrir sér er hvort ekki blasi við að fagleg sjónarmið hafi mátt víkja á forsendum byggðastefnusjónarmiða? „Það held ég að varla sé hægt að segja. Ég segi hiklaust að mér þótti ekkert verra að þetta væri á Hvammstanga en annars staðar, ef þetta væri jafn vel gert. Og, ég hafði enga ástæðu til að ætla að svo yrði ekki. Enda þetta ekki stórt verkefni. Ég fylgdist ekkert með þessu verkefni því ég var að fara úr ráðuneytinu. Það var eitthvað búið að undirbúa þetta um veturinn af starfsmönnum ráðuneytisins, sem ég fylgdist eitthvað lítið með. Mér hefur skilist að þau hafi skilað einhverju til sambands íslenskra sveitarfélaga sem að svo þau vildu heldur nota stærra fyrirtæki,“ segir Páll. Og hann heldur áfram: „Halldór Hróars sem fór í þetta en hann hefur unnið mikið fyrir sveitarfélögin og setið að verkefnum hjá þeim. Ég hef ekki neina samvisku yfir þessu, þótti þetta eðlilegur hlutur og engin ástæða til að ætla að þau gætu ekki unnið þetta eins og þau höfðu unnið fyrir alþingið og þjóðminjasafnið, held ég, og bentu einnig á góða kerfisfræðinga sem þau höfðu á að skipa. Aðkoma mín að þessu var ekki nema örfáir dagar og ég fylgdist ekkert með framvindu málsins meira.“
Alþingi Tengdar fréttir Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48